Heildrænar aðferðir til að styðja ungmenni í brotthvarfshættu frá námi.


Í ljósi aukinnar áherslu á menntun í Evrópu eru þau ungmenni sem ekki ljúka framhaldsskóla að mörgu leyti verr stödd nú en áður fyrr. Þar má nefna að möguleikar þeirra á vinnumarkaði eru minni en áður og þau eru í áhættuhópi um fjölmarga þætti. Þau eiga til dæmis fremur á hættu að verða atvinnulaus, fá verr launuð störf, eiga við heilsufarserfiðleika að stríða og sýna andfélagslega hegðun. Þau eru einnig ólíkri til að taka þátt í símenntun en þau ungmenni sem ljúka námi.
Í samstarfsverkefninu STOP DROPOUT  er megináherslan lögð á að þróa aðferðir draga úr brotthvarfi sérstaklega meðal ungmenna í starfsmenntun. Þátttökulöndin eru:  Austurríki, Ísland, Noregur, Slóvenía, Tékkland og Þýskaland.

Brotthvarf ungmenna í Austurríki, Tékklandi, Slóveníu og Þýskalandi

Evrópusambandið setti fram það markmið að árið 2010 verði brotthvarf ungmenna ekki meira en 10% í aðildarlöndunum. Þótt Austurríki, Tékkland og Slóvenía hafi náð þessum markmiðum stendur starfsmenntun höllum fæti. Í þessum löndum hverfa allt að 40% nemenda frá námi í sumum greinum starfsmenntunar. Að auki er brotthvarf mun algengara meðal nemenda úr hópi innflytjenda. Í Þýskalandi er brotthvarf mun meira  eða að jafnaði 14% en eins og í hinum löndunum þremur er það mun hærra  í starfsmenntun.
Vegna mikils brotthvarfs ungmenna úr starfsmenntun í þessum fjórum löndum er meginmarkmið Leonardó verkefnisins STOP DROPOUT  að yfirfæra og aðlaga aðferðir sem þegar hafa verið þróaðar í PPS (Personal Profile and Support for Learners ) Leonardó verkefninu en þær miða að því að draga úr brotthvarfi.